Það eru óvæntir hlutir að gerast í enska boltanum því Chelsea er að fá Argentínumanninn Facundo Buonanotte á láni frá Brighton.
Samkvæmt Sky Sports er kaupmöguleiki ekki hluti af samningnum.
Samkvæmt Sky Sports er kaupmöguleiki ekki hluti af samningnum.
Chelsea er núna líklegasta liðið til að fá þennan tvítuga leikmann. Buonanotte spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður eða á kantinum.
Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Leicester sem féll úr ensku úrvalsdeildinni.
Það hefur verið áhugi á honum frá öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Leeds. Chelsea virðist hins vegar vera að fá hann sem er vægast sagt athyglisvert.
Athugasemdir