Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 13:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænskur landsliðsmaður í Crystal Palace (Staðfest)
Yeremy Pino.
Yeremy Pino.
Mynd: Crystal Palace
Crystal Palace hefur staðfest kaup á Yeremy Pino en hann kemur til félagsins frá Villarreal.

Palace borgar 21 milljón punda fyrir Pino og gæti sú upphæð hækkað í 26 milljónir punda síðar meir.

Pino er að einhverju leyti arftaki fyrir Eberechi Eze sem var seldur til Arsenal á dögunum. Hann getur leyst það að spila á kanti og framarlega á miðju.

Hinn 22 ára gamli Pino spilaði 175 leiki fyrir Villarreal og kom að 45 mörkum með beinum hætti.

Þá hefur hann skorað þrjú mörk í 15 landsleikjum fyrir Spánverja.

„Ég hlakka til að sjá hann stíga út á Selhurst Park," segir Steve Parish, stjórnarformaður Palace, en Pino er líklega ekki síðasti leikmaðurinn sem Palace krækir í fyrir gluggalok.
Athugasemdir
banner