Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 10:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór möguleiki á því að Man Utd fái ekki markvörð
Senne Lammens.
Senne Lammens.
Mynd: Antwerp
Manchester United hefur ekki enn náð samkomulagi við Antwerp í Belgíu um markvörðinn Senne Lammens.

Þetta kemur fram á Sky Sports en þar segir einnig að United hafi heldur ekki enn náð samkomulagi við leikmanninn.

Man Utd er með verð í huga fyrir leikmanninn og ætlar ekki að borga of mikið fyrir hann.

Galatasaray í Tyrklandi hefur einnig áhuga á Lammens.

„Það eru aðeins þrír dagar eftir af glugganum og það er mikill möguleiki á því að komi ekki markvörður til United í þessum glugga," segir á Sky Sports.

Það væru hræðileg tíðindi fyrir stuðningsmenn Man Utd. Altay Bayindir hefur byrjað fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins og verið mjög ósannfærandi. Andre Onana var þá hörmulegur gegn Grimsby í deildabikarnum á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner