
Fylkir heimsótti HK í Kórinn fyrr í kvöld í 20. umferð Lengjudeildarinnar. Leikurinn var í járnum, markalaust þar til undir lok leiks þegar Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu. Þá steig Pablo Simon upp og kom Árbæingum yfir, skömmu síðar bætti Benedikt Daríus við öðru marki og tryggði Fylki sinn þriðja sigur í röð. Arnar Grétarsson, þjálfari Fylkis, mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: HK 0 - 2 Fylkir
„Leikjunum er að fækka og við erum að koma okkur í ágæta stöðu, það er jákvætt. Mér fannst frammistaðan ekki frábær, þetta var baráttuleikur, stál í stál. Ef annað liðið var ofan á, þá fannst mér það vera HK.“
Aron Kristófer Lárusson var dæmdur brotlegur undir lok leiks er hann og Guðmundur Tyrfingsson voru í baráttu um boltann í teig HK.
„Svo er vítadómur undir blálokin og þeirra maður er rekinn út af. Ég held að við höfum alveg átt þetta inni, miðað við marga leiki sem við höfum spilað í sumar, að það myndi aðeins falla með okkur.“
„Þetta er búið að vera svolítið stöngin út, mér fannst þetta vera jafnteflisleikur. Það voru nánast engin færi í leiknum.“
Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan og vítaspyrnudóminn hér fyrir neðan.
Athugasemdir