Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   fim 28. ágúst 2025 22:08
Snæbjört Pálsdóttir
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Þrótti í Kaplakrika í kvöld. 

Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar,

„Bragurinn á liðinu og frammistaðan var ekki til mikils meira heldur en að fá þessi úrslit. FH liðið átti þetta skilið, þær voru grimmari. Við vorum að ströggla, náðum ekki að ógna þeim að neinu leyti þannig það er svekkjandi að koma sér ekki inn í leikinn. 

„Maður getur verið svekktur með frammistöðuna og svekktur með úrslitin en þegar maður bara rúllar yfir þetta þá var þetta bara verðskuldað hjá FH, við vorum bara ekki nægilega grimmar.“


Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Þróttur R.

„Við erum að spila á móti liði sem að er kröftugt, er öflugt pressulið, vill hafa leikinn fram og til baka og rólegan og þær gera það mjög vel. Okkar svona plan var að reyna að kontrólera leikinn meira, það tókst ekki. Sendingar, móttökur, ákvarðanatökur með boltann voru heldur ekki góðar.“

„Við lifðum þannig séð af, 1-0 staða er alls ekki slæmt en þegar annað markið kom þá fannst mér trúin fara úr liðinu og loftið úr því og FH-ingarnir bættu við þriðja markinu. Þannig svona heilt yfir þá vorum við alltaf að elta.“

Þróttarar hafa eftir tapið í kvöld misst FH liðið aðeins frammúr sér og munar nú 6 stigum á liðunum sem sitja í 2. og 3. sæti deildarinnar. 

„Þú ert alltaf að keppa, þú ert að keppa við sjálfan þig, þú ert að keppast um að verða betri og bæta þig og svo er talið upp úr þessum fræga poka á haustin og þá sjáum við niðurstöðuna. Það þýðir ekkert að slaka á og gefast upp af því að einhverjir á einhverjum tímapunkti eru komnir fram úr þér, það eru líka einhverjir fyrir aftan þig sem eru að reyna að ná þér."

"Þetta er ekkert bara spurning um það sem gerist 2025 og hvað verður haustið 2025 heldur á hvaða leið ertu. Það er ekkert hægt sem keppnismaður að leggja bara árar í bát og gefast upp að því að maður horfir á einhverja helvítis töflu og verður fúll yfir því. Það er bara áfram gakk!“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner