Crystal Palace og Fulham hafa áhuga á enska kantmanninum Reiss Nelson sem er ennþá með tvö ár eftir af samningi við Arsenal.
Nelson er 25 ára gamall og er ekki partur af áformum Mikel Arteta hjá Arsenal. Leikmaðurinn kom við sögu í 12 leikjum á láni hjá Fulham á meiðslahrjáðri síðustu leiktíð og talið er að Arsenal sé reiðubúið til að selja hann fyrir 15 til 20 milljónir punda.
Sky Sports greinir frá því að Crystal Palace virðist leiða kapphlaupið sem stendur. Stjórnendur félagsins eru í viðræðum við Arsenal þessa dagana til að sjá hvort þeim takist að ná samkomulagi fyrir gluggalok.
Fulham hefur ekki jafn mikinn áhuga á Nelson þar sem félagið er að leggja meiri áherslu á viðræður við Shakhtar Donetsk um kaup á kantmanninum Kevin og við AC Milan um kaup á Samuel Chukwueze.
Nelson hefur í heildina komið við sögu í 90 keppnisleikjum með Arsenal eftir að hafa verið fyrst í sviðsljósinu aðeins 17 ára gamall.
16.07.2025 16:50
Fulham sendir Arsenal fyrirspurn
Athugasemdir