Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Simons fær frí og er farinn til London
Xavi Simons.
Xavi Simons.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollendingurinn Xavi Simons fékk frí frá æfingu RB Leipzig í dag og ferðaðist til Lundúna.

Simons er í ensku höfuðborginni til þess að ræða um framtíð sína ásamt umboðsmönnum sínum.

Hann hefur mikið verið orðaður við bæði Chelsea og Tottenham.

Undanfarnar vikur hefur verið talið líklegra að hann myndi enda hjá Chelsea en það er spurning hvort pendúllinn sé að sveiflast núna.

Florian Plettenberg, fréttamaður Sky Sports segir frá því í dag að Tottenham hafi lagt fram formlegt tilboð í leikmanninn upp á um 70 milljónir evra.

Chelsea hefur ekki enn lagt fram formlegt tilboð í Simons.
Athugasemdir
banner