Frederik Schram hefur verið einn öflugasti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar en hann var ekki með í síðasta leik liðsins gegn Aftureldingu.
Frederik hefur að undanförnu verið að glíma við meiðsli í baki en samt mestmegnis verið að spila. Hann var meðal annars í markinu í bikarúrslitaleiknum gegn Vestra.
Frederik hefur að undanförnu verið að glíma við meiðsli í baki en samt mestmegnis verið að spila. Hann var meðal annars í markinu í bikarúrslitaleiknum gegn Vestra.
Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar, sagði frá því á X í vikunni að Frederik væri með brjósklos og þyrfti líklega að fara í aðgerð.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, reiknar hins vegar ekki með því að hann fari í aðgerð núna.
„Hann er í meðferðum eins og áður og við vonumst að hann verði betri og klár í næstu leikjum," segir Túfa við Fótbolta.net.
Valur er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en liðið er á toppnum sem stendur með tveggja stiga forystu á Víkinga.
Frederik Schram með brjósklos og þarf líklegast að fara í aðgerð.#HeimavinnaHöfðingjans
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 27, 2025
Farinn í golf.
Athugasemdir