Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: 16 ára lagði upp í sigri Leicester
Ricardo Pereira innsiglaði sigur Leicester
Ricardo Pereira innsiglaði sigur Leicester
Mynd: EPA
Leicester City 2 - 0 Birmingham
1-0 Issahaku Fatawu ('8 )
2-0 Ricardo Pereira ('88 )

Leicester fékk Birmingham í heimsókn í fyrsta leik 4. umferðar í Championship deildinni í kvöld. Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham en Alfons Sampsted ekki í hóp.

Issahaku Fatawu kom Leicester yfir snemma leiks eftir hraða sókn. Leikurinn var mjög lokaður í kjölfarið en Birmingham náði sinni fyrstu tilraun á markið þegar Jakub Stolarczyk í marki Leicester varði skot frá Ethan Laird undir lok leiksins.

Ricardo Pereira og hinn 16 ára gamli Jeremy Monga komu inn á sem varamenn hjá Leicester og þeir létu til sín taka í blálokin.

Monga átti fyririgjöf og Pereira mætti inn á teiginn og setti boltann í netið af stuttu færi og innsiglaði sigur Leicester. Willum var tekinn af velli á 66. mínútu.

Leicester er í 3. sæti með 9 stig eftir fjórar umferðir en Birmingham er í 7. sæti með sjö stig, liðið var ósigrað eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Stoke City 3 3 0 0 8 2 +6 9
2 Middlesbrough 3 3 0 0 6 1 +5 9
3 Leicester 4 3 0 1 6 3 +3 9
4 Coventry 3 2 1 0 12 4 +8 7
5 West Brom 3 2 1 0 5 3 +2 7
6 Preston NE 3 2 1 0 4 2 +2 7
7 Birmingham 4 2 1 1 4 4 0 7
8 Millwall 3 2 0 1 3 4 -1 6
9 Bristol City 3 1 2 0 5 2 +3 5
10 Southampton 3 1 1 1 4 4 0 4
11 Portsmouth 3 1 1 1 3 3 0 4
12 Watford 3 1 1 1 3 3 0 4
13 Swansea 3 1 1 1 2 2 0 4
14 Charlton Athletic 3 1 1 1 1 1 0 4
15 Hull City 3 1 1 1 3 5 -2 4
16 Blackburn 3 1 0 2 4 3 +1 3
17 Norwich 3 1 0 2 4 5 -1 3
18 Ipswich Town 3 0 2 1 2 3 -1 2
19 Wrexham 3 0 1 2 5 7 -2 1
20 Derby County 3 0 1 2 5 9 -4 1
21 Sheff Wed 3 0 1 2 3 7 -4 1
22 QPR 3 0 1 2 3 10 -7 1
23 Oxford United 3 0 0 3 2 5 -3 0
24 Sheffield Utd 3 0 0 3 1 6 -5 0
Athugasemdir
banner