Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
banner
   fim 28. ágúst 2025 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mainoo biður um að fara á láni
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn ungi Kobbie Mainoo hefur beðið stjórnendur Manchester United um að lána sig út fyrir komandi keppnistímabil. Hann er ósáttur með lítinn spiltíma undir stjórn Ruben Amorim.

Mainoo kom ekki við sögu í tveimur fyrstu úrvalsdeildarleikjum United á nýju tímabili en lék svo allan leikinn í óvæntu tapi gegn D-deildarliði Grimsby Town í gærkvöldi.

Mainoo kom við sögu í 37 leikjum með Man Utd á síðustu leiktíð, yfirleitt inn af bekknum. Tímabilið þar á undan kom Mainoo við sögu í 35 leikjum en fékk talsvert meiri spiltíma þar sem honum var oftar treyst fyrir byrjunarliðssæti.

Mainoo er aðeins 20 ára gamall og eru mörg félög víðs vegar um Evrópu gríðarlega áhugasöm um að tryggja sér krafta hans á leiktíðinni. Mainoo þarf að fá meiri spiltíma til að eiga möguleika á sæti í enska landsliðshópnum fyrir HM 2026.

Spænsku risaveldin Real og Atlético Madrid hafa bæði verið orðuð við Mainoo í sumar. Þá hafa Þýskalandsmeistarar FC Bayern og Ítalíumeistarar Napoli einnig verið orðaðir við miðjumanninn.

Sky Sports greinir frá þessu og segir að Rauðu djöflarnir hafi engan áhuga á því að lána Mainoo út fyrir tímabilið. Ruben Amorim og stjórnendur félagsins vilja sjá hann berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu.

   28.08.2025 23:00
Amorim býst við miklu af Kobbie Mainoo

Athugasemdir
banner
banner