Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Fær Þórir Jóhann mínútur gegn Milan?
Mynd: EPA
Mynd: Fiorentina
Önnur umferð ítalska deildartímabilsins hefst í dag þegar Cremonese, sem er í samningsviðræðum við Jamie Vardy, tekur á móti Sassuolo í nýliðaslag.

Cremonese byrjaði tímabilið á óvæntum sigri gegn AC Milan, en Milan mætir einnig til leiks í kvöld á útivelli gegn Lecce. Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður hjá Lecce í fyrstu umferð.

Bologna tekur á móti Como í mjög spennandi slag á laugardaginn, á sama tíma og Parma mætir Atalanta. Como og Parma eru talin vera tvö af mögulegum spútnik liðum tímabilsins í Serie A.

Ítalíumeistarar Napoli eiga svo heimaleik gegn Cagliari um kvöldið á meðan lærlingar Gian Piero Gasperini í liði Roma heimsækja nýliða Pisa.

Albert Guðmundsson og Mikael Egill Ellertsson mæta til leiks á sunnudaginn þegar Fiorentina og Genoa stíga á svið. Fiorentina heimsækir Torino og Genoa tekur á móti stórveldi Juventus.

Inter og Lazio eiga að lokum heimaleiki á sunnudagskvöldið, gegn Udinese og Verona.

Föstudagur
16:30 Cremonese - Sassuolo
18:45 Lecce - Milan

Laugardagur
16:30 Bologna - Como
16:30 Parma - Atalanta
18:45 Napoli - Cagliari
18:45 Pisa - Roma

Sunnudagur
16:30 Torino - Fiorentina
16:30 Genoa - Juventus
18:45 Inter - Udinese
18:45 Lazio - Verona
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 1 1 0 0 5 0 +5 3
2 Como 1 1 0 0 2 0 +2 3
3 Juventus 1 1 0 0 2 0 +2 3
4 Napoli 1 1 0 0 2 0 +2 3
5 Cremonese 1 1 0 0 2 1 +1 3
6 Roma 1 1 0 0 1 0 +1 3
7 Atalanta 1 0 1 0 1 1 0 1
8 Cagliari 1 0 1 0 1 1 0 1
9 Fiorentina 1 0 1 0 1 1 0 1
10 Pisa 1 0 1 0 1 1 0 1
11 Udinese 1 0 1 0 1 1 0 1
12 Verona 1 0 1 0 1 1 0 1
13 Genoa 1 0 1 0 0 0 0 1
14 Lecce 1 0 1 0 0 0 0 1
15 Milan 1 0 0 1 1 2 -1 0
16 Bologna 1 0 0 1 0 1 -1 0
17 Lazio 1 0 0 1 0 2 -2 0
18 Parma 1 0 0 1 0 2 -2 0
19 Sassuolo 1 0 0 1 0 2 -2 0
20 Torino 1 0 0 1 0 5 -5 0
Athugasemdir
banner