Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
banner
   fim 28. ágúst 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill fara en fær ekki að gera það
Jörgen Strand Larsen.
Jörgen Strand Larsen.
Mynd: Wolves
Norski sóknarmaðurinn Jörgen Strand Larsen hefur tjáð Wolves það að hann vilji yfirgefa félagið.

Wolves hefur hafnað tveimur tilboðum frá Newcastle í Strand Larsen á síðustu dögum.

Fyrsta tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda en annað tilboðið, sem var umsvifalaust hafnað, var í kringum 55 milljónir punda.

Jeff Shi, stjórnarformaður Wolves, hefur hins vegar tjáð framherjanum það að hann megi ekki fara í þessum glugga; öllum tilboðum í hann verði hafnað.

Wolves er í leit að framherja með Strand Larsen en félagið ætlar ekki að leggja í það að finna tvo framherja áður en glugginn lokar. Þess vegna er Strand Larsen ekki til sölu, jafnvel þó svo að hann vilji fara.

Strand Larsen var keyptur til Wolves fyrir 30 milljónir evra í sumar eftir að hafa verið á láni frá Celta Vigo á síðasta tímabili. Hann skoraði 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner