
Bandaríski miðjumaðurinn Ally Clark, sem hefur verið Eyjakonum svo ótrúlega mikilvæg í sumar, hefur framlengt samning sinn við félagið út næsta keppnistímabil.
Clark, sem er 24 ára gömul, kom til ÍBV fyrir tímabilið og verið potturinn og pannan í liðinu.
Hún hefur skorað 13 mörk og komið að 21 öðru í deild- og bikar, en Clark hefur átt stóran þátt í að ÍBV vann sér sæti í Bestu deildina að ári.
ÍBV hefur nú tekist að framlengja samning hennar út næsta tímabil og því orðið ljóst að hún muni spila með liðinu í deild þeirra bestu á næsta ári.
Eyjakonur eru á toppnum í Lengjudeildinni og búnar að vinna deildina þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir