Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
banner
   mið 27. ágúst 2025 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Þrír leikmenn Man Utd fá tvo í einkunn - „Hann er að spila sig út úr félaginu“
Mynd: EPA
Þrír leikmenn Manchester United fá 2 í einkunn frá Manchester Evening News eftir neyðarlega tapið gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í kvöld.

MEN gaf þeim Tyler Fredricson, Manuel Ugarte og Patrick Dorgu 2 fyrir framlagið sem Ruben Amorim, stjóri United, lýsti sem ömurlegu og að menn hefðu talað hátt með frammistöðunni.

Amad Diallo fær 3 í einkunn og þá voru þeir Ayden Heaven og Diogo Dalot með 4.

Bestu menn United í kvöld voru þeir Harry Maguire og Mason Mount en báðir voru með 7.

MEN sagði Onana hafa verið að spila sig út úr liðinu með sinni frammistöðu.

„Kom aftur í liðið og átti sök í báðum mörkunum. Brothættur og hægt að fá hann. Onana er að spila sig út úr félaginu. Annars átti hann góða vörslu í vitakeppninni og skoraði einnig af punktinum,“ sagði Samuel Luckhurst, blaðamaður hjá MEN.

Einkunnir Man Utd: Onana (5), Fredricson (2), Maguire (7), Heaven (4), Dalot (4), Ugarte (2), Mainoo (6), Dorgu (2), Amad (3), Cunha (4), Sesko (5).
Varamenn: Fernandes (6), De Ligt (6), Mbeumo (6), Mount (7), Zirkzee (6).
Athugasemdir