Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   fim 28. ágúst 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Allt undir hjá Blikum
Blikar freista þess að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar
Blikar freista þess að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslandsmeistarar Breiðabliks geta í kvöld verið annað liðið í sögu íslenska boltans til að komast í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Blikar heimsækja Virtus til San Marinó með 2-1 forystu og þurfa nú að leggja allt í að klára dæmið.

Breiðablik komst svo eftirminnilega í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar árið 2023 á meðan Víkingur varð fyrsta liðið til að komast í deildarkeppnina sem var sett á laggirnar á síðasta ári.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland rásinni.

Leikur dagsins:
19:00 Virtus-Breiðablik (Leikið erlendis)
Athugasemdir