Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. september 2019 19:33
Brynjar Ingi Erluson
Lascelles brjálaður: Þetta var hræðilegt
Mynd: Getty Images
Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle, var brjálaður eftir 5-0 tap liðsins gegn Leicester í dag.

Vörn Newcastle lak í dag gegn öflugu liði Leicester en Jamie Vardy skoraði tvö mörk á meðan þeir Ricardo Pereira og Wilfred Ndidi gerðu sitt hvort markið. Paul Dummett kom þá einnig boltanum í eigið net.

Lascelles var æstur eftir leik og skiljanlega en Newcastle er í næst neðsta sæti deildarinnar.

„Þetta var hræðilegt hjá okkur. Þetta er ekki neinum öðrum að kenna en okkur sjálfum. Við erum manni færri en samt sem áður vorum við tíu leikmenn inná og vorum að leka inn fjórum mörkum sem er ekki ásættanlegt," sagði Lascelles.

„Við þurfum virkilega að líta í eigin barm. Maður verður að gera þeim erfitt fyrir því þetta var alls ekki nógu gott. Hvernig við fengum á okkur þessi mörk var hreint út sagt hræðilegt og hefur aldrei gerst áður. Strákunum er ekki sama."

„Það skiptir ekki máli hvaða stjóra maður er með, því maður verður að vera með stoltið og sjá til þess að maður vinnur einvígin. Bruce mun ekki leyfa okkur að hafa hangandi haus lengi og þetta mun ekki hafa áhrif á næstu leiki,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner