Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. september 2019 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Álasund nálgast efstu deild
Davíð Kristján Ólafsson var öflugur í Álasunds-liðinu í dag
Davíð Kristján Ólafsson var öflugur í Álasunds-liðinu í dag
Mynd: Álasund
Það var nóg um að vera í norska boltanum í dag en fjölmargir Íslendingar spiluðu í bæði A- og B-deildinni.

Matthías Vilhjálmsson kom af bekknum þegar um það bil hálftími var eftir er Vålerenga gerði 1-1 jafntefli við Ranheim. Arnór Smárason kom þá einnig inná sem varamaður í lið Lilleström sem tapaði fyrir Rosenborg. Arnór kom inná í hálfleik.

Álasund missti niður tveggja marka forystu

Álasund glutraði niður tveggja marka forystu gegn Ull/Kisa og gerði 2-2 jafntefli. Davíð Kristján Ólafsson, Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson spiluðu allir frá fyrstu mínútu. Davíð átti þá þátt í seinna marki liðsins en Álasund fékk vítaspyrnu eftir hornspyrnu frá honum.

Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópnum í dag.

Sandefjord vann Ham/Kam 2-0. Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord en Emil Pálsson kom inná sem varamaður á 71. mínútu.

Álasund er í efsta sætinu með 64 stig þegar fimm leikir eru eftir en Sandefjord í 2. sæti með 53 stig.
Athugasemdir
banner
banner