Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. september 2020 22:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Það getur allt gerst í vítaspyrnukeppni
Frank Lampard, stjóri Chelsea.
Frank Lampard, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, var skiljanlega svekktur eftir tap gegn Tottenham í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Chelsea leiddi 1-0 í hálfleik, en Tottenham vann sig meira inn í leikinn í seinni hálfleiknum. Erik Lamela jafnaði á 83. mínútu og voru það lokatölur. Það var farið beint í vítaspyrnukeppni og þar hafði Spurs betur, 5-4.

„Það getur allt gerst í vítaspyrnukeppni. Þú vilt halda áfram í þessum keppnum en það er margt jákvætt. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik en svo breyttist leikurinn. Ég er ánægður með margt," sagði Lampard í viðtali eftir leik.

„Þeir fóru að spila langt í seinni hálfleik og pressan okkar virkaði ekki. Það er eitthvað sem við verðum að bæta okkur í. Við getum brugðist betur við."

„Við vorum þreyttir undir lokin sem er skiljanlegt. Timo Werner var með krampa og þess vegna tók hann ekki vítaspyrnu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner