Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   fös 29. september 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neuer mættur aftur til æfinga tíu mánuðum eftir fótbrotið
Mynd: EPA

Manuel Neuer markvörður Bayern Munchen er byrjaður að æfa að nýju eftir að hafa fótbrotnað í skíðaslysi eftir að þýska landsliðið féll úr leik á HM í Katar í desember.


„Það er frábær tilfinning að vera kominn aftur út á völl með liðsfélögum mínum. Ég er búinn að hlakka mikið til þess," sagði Neuer sem gerði markmannsæfingar með öðrum markvörðum liðsins og einnig æfði hann með öðrum leikmönnum liðsins.

Endurkomu hans seinkaði vegna bakslags í endurhæfingunni. Bayern var ekki tilbúið að segja hvenær hann yrði klár en yfirmaður fótboltamála félagsins, Christopher Freund sagði að það væri bara dagaspursmál.

Neuer vonast til að spila með þýska landsliðinu á EM á næsta ári sem fram fer í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner