Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 29. nóvember 2020 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli skoraði fjögur gegn Roma
Síðustu leikjum dagsins er lokið á Ítalíu og litu merkileg úrslit dagsins ljós í Napolí.

Napoli tók þar á móti Roma og sýndu lærisveinar Gennaro Gattuso mikla yfirburði á heimavelli.

Lorenzo Insigne gerði eina markið í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Fabian Ruiz forystuna í síðari hálfleik.

Dries Mertens og Matteo Politano bættu tveimur mörkum við á lokakaflanum og innsigluðu sannfærandi fjögurra marka sigur þar sem heimamenn voru við stjórn allan tímann.

Antonio Mirante, markvörður Roma, átti slakan leik og gæti hinn spænski Pau Lopez fengið tækifæri í desember.

Napoli jafnar Roma á stigum með sigrinum, bæði lið eru með 17 stig eftir 9 umferðir. Napoli fékk þó dæmt tap gegn Juventus fyrr á tímabilinu og mínusstig fyrir að mæta ekki til leiks.

Cagliari og Spezia gerðu þá jafntefli. Nýliðar Spezia komu á óvart og áttu flottan leik. Liðin eru í svipaðri stöðu í neðri hluta deildarinnar.

Napoli 4 - 0 Roma
1-0 Lorenzo Insigne ('31)
2-0 Fabian Ruiz ('64)
3-0 Dries Mertens ('81)
4-0 Matteo Politano ('86)

Cagliari 2 - 2 Spezia
0-1 Emmanuel Gyasi ('36)
1-1 Joao Pedro ('52)
2-1 Leonardo Pavoletti ('58)
2-2 M'Bala Nzola ('94, víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner