Markvörðurinn Daði Freyr Arnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við FH og er nú bundinn félaginu til 2025.
Daði er 25 ára og var varamarkvörður FH stærstan hluta síðasta tímabils. Hann varð þó aðalmarkvörður eftir meiðsli Sindra Kristins Ólafssonar og fékk hrós fyrir sína innkomu.
Daði er 25 ára og var varamarkvörður FH stærstan hluta síðasta tímabils. Hann varð þó aðalmarkvörður eftir meiðsli Sindra Kristins Ólafssonar og fékk hrós fyrir sína innkomu.
„Sá er búinn að vera frábær, það er ekki hægt að setja neitt út á hann. Nú er hann að fá tækifæri til að setja allt aftur í gang á sínum ferli og hann er að grípa það," sagði Sæbjörn Steinke fréttamaður Fótbolta.net í Innkastinu í september.
Daði hefur einnig spilað með Vestra, Kórdrengjum og Þór Akureyri á sínum ferli.
FH hafnaði í fimmta sæti Bestu deildarinnar í sumar.

Athugasemdir