Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fös 29. nóvember 2024 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karl Friðleifur: Erum í bullandi séns á að enda í topp átta
Lék sem vinstri vængbakvörður í leiknum í gær.
Lék sem vinstri vængbakvörður í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar var frábær í gær.
Ingvar var frábær í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur gerði markalaust jafntefli gegn armenska liðinu FC Noah á útivelli í gær. Leikur liðanna fór fram í Jerevan og fengu bæði lið færi til að skora, en allt kom fyrir ekki.

Víkingar vildu fá eitt og jafnvel tvö víti í leiknum en dómari leiksins sá ekki ástæðu til þess að benda á vítapunktinn. Fótbolti.net ræddi við Karl Friðleif Gunnarsson um leikinn.

Lestu um leikinn: FC Noah 0 -  0 Víkingur R.

„Það var skemmtilegt að spila þennnan leik, spiluðum nýtt kerfi 3-4-3 sem að Arnar stillti fullkomlega upp fyrir þennan leik," segir Kalli.

„Tilfinningin eftir leik er bara nokkuð góð, þetta voru krefjandi aðstæður að spila klukkkan 21:45 og á vel þungum grasvelli. Við erum sáttir að taka eitt stig með okkur heim."

Víkingur er með sjö stig eftir fjórar umferðir og framundan er heimaleikur gegn Djurgården og svo útileikur geng LASK Linz. Með því að ná í sjö stig er Víkingsliðið komið langleiðina með því að tryggja sér sæti í 9.-24. sæti Sambandsdeildarinnar sem myndi þýða umspil um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. En Kalli stefnir ofar.

„Ég og við metum stöðuna þannig að við erum í bullandi séns á að enda meðal átt efstu sæta í þessari deild. Við erum sáttir með frammistöðuna í öllum leikjunum fyrir utan seinni hálfleikinn út í Kýpur sem við lærum þó gríðarlega mikið af."

Ef Víkingur endar í einu af efstu átta sætunum fer liðið beint í 16-liða úrslitin, þarf þá ekki að fara í umspil.

Ingvar Jónsson í marki Víkings varði fimm skot í leiknum í gær og var maður leiksins.

„Ingvar er svo mikilvægur fyrir okkur, sterkur karakter fyrir hópinn. Frábær frammistaða hjá honum í gær eins og svo oft áður."

Kalli talaði um að leikurinn fór fram klukkan 21:45, en fjögurra tíma mismunur er á Armeníu og Íslandi. Var erfitt að aðlagast tímamismuninum í vikunni?

„Það hafði klárlega áhrif að aðlagast honum, en ég ætla ekki að fara væla yfir því," segir Kalli.
Stöðutaflan Evrópa Sambandsdeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea 4 4 0 0 18 3 +15 12
2 Legia 4 4 0 0 11 0 +11 12
3 Jagiellonia 4 3 1 0 10 4 +6 10
4 Rapid 4 3 1 0 7 2 +5 10
5 Guimaraes 4 3 1 0 8 4 +4 10
6 Fiorentina 4 3 0 1 10 6 +4 9
7 Olimpija 4 3 0 1 6 2 +4 9
8 Lugano 4 3 0 1 7 4 +3 9
9 Heidenheim 4 3 0 1 5 3 +2 9
10 Shamrock 4 2 2 0 8 4 +4 8
11 Cercle Brugge 4 2 1 1 9 5 +4 7
12 Djurgarden 4 2 1 1 6 5 +1 7
13 APOEL 4 2 1 1 4 3 +1 7
14 Vikingur R. 4 2 1 1 5 5 0 7
15 Borac BL 4 2 1 1 4 4 0 7
16 Pafos FC 4 2 0 2 7 5 +2 6
17 Hearts 4 2 0 2 4 5 -1 6
18 Gent 4 2 0 2 5 7 -2 6
19 FCK 4 1 2 1 6 6 0 5
20 Celje 4 1 1 2 10 9 +1 4
21 Backa Topola 4 1 1 2 6 7 -1 4
22 Betis 4 1 1 2 4 5 -1 4
23 Astana 4 1 1 2 2 4 -2 4
24 Panathinaikos 4 1 1 2 4 7 -3 4
25 St. Gallen 4 1 1 2 8 13 -5 4
26 Noah 4 1 1 2 2 9 -7 4
27 Molde 4 1 0 3 4 6 -2 3
28 Omonia 4 1 0 3 4 6 -2 3
29 TNS 4 1 0 3 3 5 -2 3
30 Boleslav 4 1 0 3 3 6 -3 3
31 HJK Helsinki 4 1 0 3 1 6 -5 3
32 LASK Linz 4 0 2 2 3 6 -3 2
33 Istanbul Basaksehir 4 0 2 2 5 10 -5 2
34 Petrocub 4 0 1 3 2 10 -8 1
35 Dinamo Minsk 4 0 0 4 2 9 -7 0
36 Larne FC 4 0 0 4 2 10 -8 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner