Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 30. janúar 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum liðsfélagi Alberts kýldi leikmann Anderlecht í hausinn

Calvin Stengs, fyrrum liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá AZ Alkmaar, missti haus í leik í belgísku deildinni á dögunum. Hann fékk beint rautt spjald að launum fyrir að snöggreiðast og kýla andstæðing í hausinn.


Stengs var keyptur til Nice í Frakklandi sumarið 2021 en stóðst ekki væntingarnar og var lánaður út til Antwerp fyrir síðasta haust.

Hinn 24 ára gamli Stengs, sem á 7 landsleiki að baki fyrir Holland, er fastamaður í byrjunarliði Antwerp og hefur tekist að skora þrjú mörk og gefa fimm stoðsendingar í 25 leikjum á tímabilinu.

Stengs fékk rauða spjaldið í markalausu jafntefli gegn Anderlecht í gær. Antwerp er í þriðja sæti, með 46 stig eftir 23 umferðir, á meðan Anderlecht er í neðri hluta deildarinnar með 28 stig.


Athugasemdir
banner
banner