Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. apríl 2020 15:31
Elvar Geir Magnússon
Franska deildin verður af gríðarlegum tekjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franska knattspyrnusambandið hefur staðfest fréttirnar frá því í morgun um að PSG hafi verið krýnt Frakklandsmeistari.

Búið er að aflýsa tímabilinu en tvö lið falla, Toulouse og Amiens. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon halda því sæti sínu en liðið var þremur stigum fyrir ofan fallsæti þegar mótinu var aflýst.

Franska deildin missir af 243 milljónum evra sem hún hefði átt að fá fyrir sjónvarpsrétt.

Sjónvarpsrisarnir BeIN Sports og Canal+ hafa tilkynnt að þeir muni ekki greiða þann pening sem þeir áttu eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner