Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. apríl 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSG tileinkar titilinn „öllum hetjunum"
PSG er franskur meistari þrátt fyrir að tímabilið klárist ekki.
PSG er franskur meistari þrátt fyrir að tímabilið klárist ekki.
Mynd: Getty Images
Það var staðfest í dag að Paris Saint-Germain er franskur meistari þrátt fyrir að deildarkeppnin þar verði ekki kláruð vegna kórónuveirunnar.

Tíu umferðir voru eftir í Frakklandi en PSG var með tólf stiga forskot á toppnum þegar keppni var hætt.

Meira en 24 þúsund manns hafa látist í Frakklandi vegna veirunnar og tileinkar PSG heilbrigðisstarfsfólki titilinn. „Við viljum tileinka 2019/20 titilinn til heilbrigðisstarfsfólks og allra þeirra hetja sem eru í fremstu víglínu," segir Nasser Al-Khelaifi, stjórnarformaður Parísarfélagsins.

„Við skiljum, virðum og styðjum ákvarðanir franskra stjórnvalda að enda mótið. Heilsa fólk verður að vera, eins og frönsk stjórnvöld hafa alltaf sagt, í forgangi."

„Ég vil þakka leikmönnunum, þjálfaranum og öllu öðru starfsfólki félagsins fyrir magnaða vinnu þeirra. Þessi titill fyrir þá miklu vinnu. Ég vona að þessi titill gefi stuðningsmönnunum ánægju og von á þessum erfiðu tímum."
Athugasemdir
banner
banner