Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júlí 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton fær Veltman frá Ajax (Staðfest)
Klæðist treyju númer 34
Mynd: Getty Images
Brighton staðfesti í gærkvöldi félagaskipti hollenska varnarmannsins Joel Veltman til félagsins.

Veltman er 28 ára gamall og getur leikið sem hægri bakvörður og miðvörður. Hann á 22 leiki að baki fyrir hollenska landsliðið og hefur spilað 246 leiki fyrir Ajax, þar sem hann er uppalinn.

Veltman skrifar undir þriggja ára samning við Brighton sem borgar ekki nema 1 milljón evra fyrir varnarmanninn vegna söluákvæðis í samningi hans.

„Við erum mjög ánægðir að bjóða Joel velkominn til félagsins, hann er frábær leikmaður með mikla reynslu á bakinu eftir tíma sinn hjá Ajax og með hollenska landsliðinu," sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton.

„Hann er frábær varnarmaður sem getur spilað bæði sem hægri bakvörður og miðvörður. Hann er góður á boltann og hlakkar til að spila í úrvalsdeildinni."

Veltman er annar leikmaðurinn sem Brighton kynnir á skömmum tíma. Félagið fékk miðjumanninn Adam Lallana á frjálsri sölu frá Liverpool á dögunum.

Veltman lék yfirleitt sem miðvörður hjá Ajax og myndaði öflugt miðvarðapar með Daley Blind.

Hann mun klæðast treyju númer 34 hjá Brighton til minningar um Abdelhak Nouri, fyrrum leikmann Ajax sem féll til jarðar í æfingaleik 2017, fór í dá og hlaut varanlegan heilaskaða.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner