Framtíð Antony er í lausu lofti eftir ótrúlega atburði í gærkvöldi.
Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Man Utd hafi hafnað 25 milljón punda tilboði í leikmanninn frá Real Betis en spænska félagið sendi síðan frá sér yfirlýsingu um að félagið hafi dregið tilboðið sitt til baka.
Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Man Utd hafi hafnað 25 milljón punda tilboði í leikmanninn frá Real Betis en spænska félagið sendi síðan frá sér yfirlýsingu um að félagið hafi dregið tilboðið sitt til baka.
Ben Jacobs hjá GiveMeSport segir að Man Utd haldi því fram að þetta sé einhver taktík hjá Betis en spænska félagið telur að heildarpakkinn sé of dýr.
Antony vill of há laun en spænska féelagið vonast til að United geti lækkað sínar kröfur. Það er óljóst hvort Antony sé tilbúinn að lækka sínar kröfur svo félagaskiptin geti gengið í gegn.
Antony fór til Betis á láni í janúar og skoraði níu mörk og lagði upp fimm í 26 leikjum.
Athugasemdir