
''Leikurinn gekk ekkert sérstaklega vel, í fyrri hálfleik vorum við í svolítið basli, þeir trufluðu okkur verulega í flæðinu okkar og voru grimmir og sterkir. Ég átti von á hörkuleik og þetta var hörkuleikur.''
Í seinni hálfleik jafnaði Liam Daði Jeffs, Venni var spurður hvernig tilfinningin í liðinu var eftir það.
''Það var mikill léttir að skora svona snemma, þetta var nett þunglyndi að labba inn 1ö0 undir og ekki með góða frammistöðu. Það var frábært að sjá liði jafna og Liam rétti okkur af með þessu marki og mér fannst vindurinn með okkur og momentið okkar. Mér fannst síðan sanngjarnt að við náðum í sigurmark.''
Eins og stendur er Þróttur í efsta sæti Lengjudeildarinnar og eiga þeir tvo leiki eftir.
'Ég er vongóður yfir þessum leikjum eins og öllum öðrum. Þetta eru 22 leikir, þessi var 20., næsti er 21. og við reynum að vinna hann og sjá hvernig staðan er fyrir lokaumferð''.
Athugasemdir