Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 10:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nkunku til Milan (Staðfest)
Mynd: AC Milan
Christopher Nkunku er genginn til liðs við AC Milan frá Chelsea. Milan borgar um 36 milljónir punda fyrir hann.

Hann skrifar undir fimm ára samning við ítalska félagið.

Chelsea hefur selt leikmenn fyrir um það bil 314 milljónir punda í sumar.

Nkunku er 27 ára gamall franskur framherji en hann skoraði 18 mörk í 62 leikjum fyrir Chelsea. Hann gekk til liðs við Chelsea frá RB Leipzig árið 2023 fyrir 52 milljónir pund.

AC Milan er einnig í leit að miðverði í glugganum.


Athugasemdir
banner
banner