Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fabio Silva frá Wolves til Dortmund (Staðfest)
Mynd: Dortmund
Portúgalski framherjinn Fabio Silva er genginn til liðs við Dortmund frá Wolves.

Kaupverðið er tæplega 23 milljónir punda. Hann skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið.

Silva er 23 ára gamall en hann gekk til liðs við Wolves frá Porto árið 2020 en náði sér alls ekki á strik.

Hann skoraði aðeins fimm mörk í 73 leikjum fyrir Wolves. Hann var mikið á láni frá félaginu en hann spilaði með Anderlecht, PSV, Rangers og Las Palmas.


Athugasemdir
banner
banner