
''Ég er hundsvekktur. Þetta er endurtekið efni hjá okkur, spilum ágætlega en töpum svo bara leiknum. Mér fannst við mjög flottir í fyrri hálfleik, sköpuðum góð færi, komum þeim í vandræði. Þeir byrja af krafti í seinni og við vorum soldið lengi í seinni hálfleik og við þurfum að skoða mörkin hvernig þetta gerist, en hann virkaði mjög rangstæður í seinna markinu.''
''Við vorum búnir að vera fá sénsa fyrir markið okkar en svo kom líf og meiri orka en það var ekki alveg sama orkustig þegar við komum út í seinni hálfleiknum. Mér fannst við vera líklegir þegar leið á seinni hálfleik og grátlegt að fá þetta 2-1 mark á okkur.''
Fjölnir sitja í 12. sæti í Lengjudeildinni og eiga tvo leiki eftir, gegn Þór og Leikni. Var hann spurður hvort hann væri vongóður yfir þeim leikjum.
''Á meðan það er séns, þá er séns. Við veitum langflestum liðum alvöru leik. Stóra kafla í leikjunum erum við betra liðið en við þurfum að nýta færin okkar og mómentumið og taka forystu í leikjum''
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir