Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
banner
   lau 30. ágúst 2025 11:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Joe Gomez á óskalista Milan
Mynd: EPA
Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, er á óskalista AC Milan ef liðinu mistekst að næla í Manuel Akanji frá Man City. Sky Sports á Ítalíu greinir frá þessu.

Milan vill fá miðvörð í glugganum og er að reyna fá Akanji frá Man City. Ítalska félagið er tilbúið að borga 13 milljónir punda fyrir hann.

Félagið skoðar hins vegar aðra möguleika þar sem Akanji er sagður vilja vera áfram á Englandi. Crystal Palace hefur einnig sýnt honum áhuga.

Gomez og Juan Foyth, leikmaður Villarreal og fyrrrum leikmaður Tottenham, eru á óskalista Milan.
Athugasemdir
banner