Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
banner
   lau 30. ágúst 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna í dag - Mikilvægur leikur fyrir Blikakonur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valur er úr leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti en liðið mætir Inter klukkan níu í dag. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru leikmenn Inter.

Breiðablik mætir Twente í leik um sæti í umspili um að komast í Meistaradeildina klukkan 17 í dag eftir að Breiðablik sló írsku meistarana í Athlone Town úr leik á dögunum.

Amanda Andradóttir er leikmaður Twente en hún lagði upp í 6-0 sigri gegn Rauðu stjörnunni í síðustu umferð.

laugardagur 30. ágúst
09:00 Valur-Inter Milan (Youth Development Training Center)
17:00 Twente-Breiðablik (Sportpark Schreurserve)
Athugasemdir