Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fös 29. ágúst 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: St. Pauli hafði betur í grannaslagnum í Hamborg
Mynd: EPA
Hamburger 0 - 2 St. Pauli
0-1 Adam Dzwigala ('19 )
0-2 Andreas Hountondji ('60 )
Rautt spjald: Giorgi Gocholeishvili, Hamburger ('77)

HSV og St. Pauli áttust við í grannaslag í þýsku deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna í efstu deild í 14 ár. Þá var þetta fyrsti heimaleikur HSV í efstu deild síðan árið 2018.

St. Pauli byrjaði betur þegar Adam Dzwigala kom liðinu yfir eftir hornspyrnu.

Ransford Konigsdorffer kom boltanum í netið fyrir HSV strax í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Andreeas Hountondjii innsiglaði sigur St. Pauli þegar hann slapp einn í gegn.

Hann lék á Daniel Heuer Ferrnandes í marki HSV og var kominn í mjög þröngt færi en kom boltanum í netið. Giorgi Gocheleishvili, leikmaður HSV, fékk síðan sitt annað gula spjald og þar með rautt. St. Pauli vann að lokum góðan sigur.

St. Pauli er með fjögur stig eftir tvær umferðir en HSV er með eitt stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
2 Bayern 1 1 0 0 6 0 +6 3
3 Eintracht Frankfurt 1 1 0 0 4 1 +3 3
4 Augsburg 1 1 0 0 3 1 +2 3
5 Wolfsburg 1 1 0 0 3 1 +2 3
6 Hoffenheim 1 1 0 0 2 1 +1 3
7 Union Berlin 1 1 0 0 2 1 +1 3
8 Köln 1 1 0 0 1 0 +1 3
9 Dortmund 1 0 1 0 3 3 0 1
10 Gladbach 1 0 1 0 0 0 0 1
11 Hamburger 2 0 1 1 0 2 -2 1
12 Leverkusen 1 0 0 1 1 2 -1 0
13 Stuttgart 1 0 0 1 1 2 -1 0
14 Mainz 1 0 0 1 0 1 -1 0
15 Freiburg 1 0 0 1 1 3 -2 0
16 Heidenheim 1 0 0 1 1 3 -2 0
17 Werder 1 0 0 1 1 4 -3 0
18 RB Leipzig 1 0 0 1 0 6 -6 0
Athugasemdir