Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 10:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Woltemade til Newcastle fyrir metfé (Staðfest)
Mynd: Newcastle
Nick Woltemade er genginn til liðs við Newcastle frá Stuttgart fyrir 69 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Newcastle.


Newcastle borgar tæplega 65 milljónir punda plús 4,3 milljónir í aukagreiðslur til Stuttgart fyrir þýska framherjann. Hann er nú orðinn dýrari en Alexander Isak en Newcastle borgaði 63 milljónir punda fyrir hann árið 2022.

Þessi kaup á Woltemade gefa IIsak meiri möguleika á því að yfirgefa félagið en Liverpool hefur verið á eftir honum í allt sumar.

Newcastle vann Bayern í baráttunni um Woltemade en Stuttgart hafnaði nokkrum tilboðum frá Bayern í sumar. Woltemade skoraði 17 mörk í 34 leikjum fyrir Stuttgart.


Athugasemdir