Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Joao Felix með þrennu - Ronaldo á skotskónum
Mynd: Al-Nassr
Joao Felix byrjar tímabilið af krafti með sádi arabíska félaginu Al-Nassr. Þessi 25 ára gamli Portúgali skoraði þrennu í fyrsta deildarleiknum eftir komuna frá Chelsea í sumar.

Felix komst á blað fyrr í þessum mánuði þegar hann skoraði í sigri gegn Al-Ittihad í undanúrslitum Ofurbikarsins.

Hann skoraði þrennu á útivelli gegn Al-Taawon í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld. Kingsley Coman skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið eftir komuna frá Bayern. Þá skoraði Cristiano Ronaldo eitt mark úr víti í 5-0 sigri.

Joshua King, fyrrum leeikmaður Bournemouth, Everton og Watford skoraði tvennu í 4-1 sigri Al-Khaleej gegn Al-Shabab en Yannick Carrasco fyrrum leikmaður Atletico Madrid skoraði mark Al-Shabab.

Joao Cancelo, Kalidou Koulibaly, Joao Neves, Sergej Milinkovic-Savic og Darwin Nunez voru í byrjunarliði Al-Hilal sem vann Al-Riyadh 2-0.
Athugasemdir
banner
banner