Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. september 2019 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Sergine Fall aftur í Vestra (Staðfest) - Blakala framlengir
Sergine Fall í leik með Vestra í fyrra.
Sergine Fall í leik með Vestra í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Vestri vann sjö af síðustu átta leikjum tímabilsins í 2. deild karla og komst upp í Inkasso-deildina.

Tímabilinu er nýlokið en Vestfirðingar eru byrjaðir að skipuleggja sig fyrri næsta tímabil og búnir að tryggja sér þjónustu tveggja mikilvægra leikmanna með nýjum samningum.

Senegalski kantmaðurinn Sergine Modou Fall er kominn aftur til Vestra. Fall skoraði 8 mörk í 2. deildinni og 7 í bikar í fyrrasumar en hann er nú komin aftur til Vestra eftir að hafa leikið í Óman á þessu ári.

Pólski markvörðurinn Robert Blakala hefur einnig framlengt samning sinn við Vestra en hann kom til félagsins í júlí síðastliðnum.

Báðir búa þeir yfir reynslu úr Inkasso-deildinni. Sergine gerði fjögur mörk með ÍR sumarið 2017 á meðan Robert varði mark Njarðvíkur í fyrra.

Báðir eru þeir lykilmenn á Ísafirði og verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur að fóta sig í sterkri Inkasso-deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner