fös 30. september 2022 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfara Víkinga var skipt af velli og inn kom fyrirliði FH
Arnar fagnar marki með FH.
Arnar fagnar marki með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og Arnar Gunnlaugsson inn á í viðtali í gær þá elskar hann bikarkeppnir.

Hann hefur unnið Mjólkurbikarinn tvisvar sem þjálfari Víkings og stefnir núna á að vinna hann þriðja árið í röð.

„Að vera hluti af liði sem gæti unnið þrjá bikarmeistaratitla í röð, þá komumst við í sögubækurnar. Það þarf enga meiri hvatningu í það. Það hefur gerst áður (að lið vinni bikarinn þrisvar í röð). Minn gamli þjálfari og lærimeistari, Gaui Þórðar, tókst það held ég fjögur ár í röð með tveimur mismunandi liðum. Það er ótrúlegur árangur. Ég held að Ingi Björn Alberts hafi líka gert þetta með Val. Það eru goðsagnir sem hafa náð þessu og ég vil vera í þeim hópi, klárlega," sagði Arnar í gær.

En hann hefur ekki bara unnið keppnina sem þjálfari, hann hefur líka gert það sem leikmaður - með KR og félaginu sem hann mætir á morgun, FH.

Arnar var í byrjunarliðinu hjá FH er þeir lögðu Fjölni að velli í úrslitaleik bikarsins árið 2007, en Matthías Vilhjálmsson, núverandi fyrirliði FH, kom inn á fyrir þjálfara Víkinga í leiknum á 87. mínútu. Sigurin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, kom þá inn af bekknum hjá FH í þessum úrslitaleik gegn Fjölni.

FH vann leikinn gegn Fjölni, 2-1, og skoraði Matthías Guðmundsson, núverandi aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals, bæði mörk FH þar.

Leikur FH og Víkinga verður flautaður á klukkan 16:00 á morgun. Víkingarnir hafa tekið bikarinn tvisvar í röð og stefna á að vinna hann þriðja skiptið í röð. FH ætlar að reyna að koma í veg fyrir það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner