Kantmaðurinn Ousmane Dembele verður ekki í leikmannahópi Paris Saint-Germain gegn Arsenal í Meistaradeildinni á morgun.
Samkvæmt RMC í Frakklandi, þá er Dembele í agabanni eftir að hafa rifist við Luis Enrique, stjóra PSG.
Samkvæmt RMC í Frakklandi, þá er Dembele í agabanni eftir að hafa rifist við Luis Enrique, stjóra PSG.
Þeir rifust eftir leik PSG við Rennes í frönsku úrvalsdeildinni á dögunum.
Hinn 27 ára gamli Dembele varð eftir í París en Enrique var sagður óánægður með ákvarðanatökur leikmannsins í leiknum við Rennes.
Leikur Arsenal og PSG hefst klukkan 19:00 annað kvöld en þetta er annar leikur liðanna í Meistaradeildinni þetta tímabilið.
Athugasemdir