Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. nóvember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Richarlison framlengir samning sinn um eitt ár
Richarlison framlengir við Everton.
Richarlison framlengir við Everton.
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Richarlison hefur framlengt samning sinn við Everton um eitt ár.

Samningur hans við félagið átti að renna út 2023, en núna rennur hann ekki út fyrr en 2024.

Richarlison var keyptur til Everton frá Watford fyrir upphæð sem gæti farið upp í 50 milljónir punda sumarið 2018.

Hann hefur skorað 19 mörk í 54 leikjum í öllum keppnum fyrir Everton. Hinn 22 ára gamli Richarlison, sem hefur vakið áhuga hjá stærri félögum í Evrópu, hefur þá leikið 17 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað sex mörk.

„Við erum búnir að vera að vinna að þessu í margar vikur. Við áttum skýr samtöl við hann, hann er mjög mikilvægur fyrir okkur," sagði þjálfarinn Marco Silva sem fékk Richarlison með sér frá Watford.

Everton hefur valdið vonbrigðum á þessu tímabili og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Leicester, sem er í öðru sæti, á sunnudaginn.

Everton hefur aðeins unnið tvo af síðustu níu deildarleikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner