Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   fim 30. nóvember 2023 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Stjörnurnar stórkostlegar í sex marka sigri Al-Ahli - Benzema meiddist í fyrri hálfleik
Gabri Veiga var frábær með Al-Ahli
Gabri Veiga var frábær með Al-Ahli
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema átti góðan leik áður en hann fór meiddur af velli í 4-2 sigri Al-Ittihad á Al Khaleej í sádi-arabísku deildinni í dag.

Benzema lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Ivan Coronado á 9. mínútu áður en Frakkinn gerði annað markið úr vítaspyrnu tuttugu mínútum síðar.

Sóknarmaðurinn knái fór af velli á 38. mínútu vegna meiðsla, en líklega ekki um alvarleg meiðsli að ræða. Fabinho var einnig í liði Al-Ittihad en N'Golo Kanté var ekki með.

Stjörnurnar í Al-Ahli áttu frábæran dag í 6-0 sigrinum á Abha. Gabri Veiga skoraði tvö og lagði upp tvö á meðan þeir Franck Kessie og Riyad Mahrez voru báðir með mark og stoðsendingu. Allan Saint-Maximin lagði þá upp eitt.

Al-Ahli er í 3. sæti með 30 stig en Al-Ittihad í 4. sæti með 28 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner