Framtíð Jose Mourinho er í mikilli óvissu eftir að Roma tapaði í úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.
Mikið var rætt og ritað um framtíð hans fyrir leikinn en hann vildi ekkert ræða hana fyrr en eftir leikinn.
Hann var spurður í kvöld út í framtíðina.
„Ég fer í frí á mánudag. Við munum spjalla, ég sagði eigendunum að ég muni láta þá vita fyrst ef ég fer í viðræður við annað félag. Ég sagði félaginu þegar Portúgal hringdi í desember. Núna hefur ekkert annað félag hringt í mig," sagði Mourinho.
Hann hefur meðal annars verið orðaður við PSG.
Athugasemdir