Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 31. maí 2023 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho vildi ekki ræða framtíðina - „Viljum bara spila leikinn"
Mynd: Getty Images

Jose Mourinho stjóri Roma var spurður út í framtíð sína hjá félaginu í gær. Hann á eitt ár eftir af samningnum.


Roma spilar sinn síðasta leik á tímabilinu í kvöld þegar liðið mætir Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar. Það gæti verið síðasti leikur hans undir stjórn félagsins.

„Ég hef rætt við fyrirliðana (Lorenzo Pellegrini og Gianluca Mancini) og þeir spurðu mig svipaða spurningu. Ég var mjög skýr við þá og ég vil ekki að þeir segi ykkur hvað fór okkar á milli, það er einkamál. Það er mikill munur á því sem er í gangi núna og var í gangi þegar ég var hjá Inter," sagði Mourinho.

Þessi fyrrum stjóri Inter talar þarna um þegar hann vildi ekki ræða nýjan samning við Inter þar sem hann hafði þegar gert munnlegt samkomulag við Real Madrid.

„Ég var ekki búinn að skrifa undir hjá Real Madrid en við vorum með samkomulag. Núna er ekkert í gangi, staðan mín er allt önnur, engar viðræður við önnur félög en félagið veit hvað ég vil. Núna vil ég ekki ræða þetta, þetta eru bara við og Roma, við viljum bara spila leikinn," sagði Mourinho.


Athugasemdir
banner
banner