Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   lau 31. júlí 2021 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Samherji Guðlaugs Victors á óskalista Arsenal og Everton
Matthew Hoppe er 20 ára leikmaður Schalke í næst efstu deild í Þýskalandi.

Hoppe er framherji og hann spilaði 22 leiki fyrir Schalke í efstu deild á síðustu leiktíð en liðið féll þá niður um deild. Hann skoraði sex mörk.

Guðlaugur Victor Pálsson gekk til liðs við Schalke frá Darmstadt í sumar en þeir hafa ekki leikið saman þar sem Hoppe var ekki í hóp í fyrsta leik tímabilsins.

Þessi tvítugi Bandaríkjamaður er að öllum líkindum á förum frá félaginu en Everton og Arsenal eru sögð hafa áhuga.
Athugasemdir
banner
banner