Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 31. október 2025 11:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langaði þá að reka hann og borga honum meira?
Vitor Pereira.
Vitor Pereira.
Mynd: EPA
Það vakti athygli á dögunum að Vitor Pereira skyldi fá nýjan samning hjá Wolves.

Portúgalski stjórinn tók við Úlfunum á miðju síðasta tímabili og tókst að halda þeim uppi en liðið hefur ekki enn unnið leik á þessu tímabili og er á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Stuðningsmenn Wolves sungu á dögunum að Pereira yrði „rekinn á morgun," en hann tók ekki vel í það. Pereira skrifaði undir þriggja ára samning fyrir rúmum mánuði síðan, en þá var Wolves búið að tapa fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og það er því virkilega athyglisverð ákvörðun.

„Af hverju voru þeir að framlengja samninginn við þjálfarann? Langaði þá að reka hann og borga meira fyrir það? Eða hvað er málið?" sagði Magnús Haukur Harðarson í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu.

Það er mikill hiti í kringum Wolves þessa stundina og mikil pressa á Pereira.
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Athugasemdir
banner
banner