Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   sun 07. ágúst 2011 22:51
Björn Steinar Brynjólfsson
Umfjöllun: Jafnt hjá Grindavík og Breiðablik
Scott Ramsay var virkilega góður í kvöld.
Scott Ramsay var virkilega góður í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Grindavík 1-1- Breiðablik
0 - 1 Kristinn Jónsson (´11)
1 - 1 Scott Ramsay (´58)

Grindavík og Breiðablik mættust í kvöld og eru bæði lið að reyna að halda sér frá fall sæti.

Breiðablik áttu fyrsta færi leiksins og mark leiksins. Blikar fengu aukaspyrnu hægra megin fyrir utan teig heimamanna. Kristinn Jónsson stillti sér upp og tvínónaði ekkert við hlutina og skaut boltanum í vinstra hornið í vínkilinn óverjandi fyrir Óskar Pétursson.

Eina færi Grindavíkur í fyrri hálfleik var stuttu eftir markið. Alexander Magnússon lék á tvo leikmenn upp vinstri kantinn og sendi svo út á Derek Young sem átti fast skot en boltinn fór rétt framhjá.

Eftir háltíma leik fengu Breiðablik aftur aukaspyrnu á stór hættulegum stað beint á móti markinu rétt fyrir utan teig. Kristinn Jónsson stillti boltanum upp og leit út fyrir að hann ætlaði að láta vaða á markið en Kristinn Steindórsson tók spyrnuna og fór boltinn í utanverða vinstri stöngina og út.

Blikar voru nálægt því að bæta við öðru marki rétt áður en var flautað til leikhlés. Arnór Sveinn átti þá góða sendingu inní teig þar sem að Dylan Macallister náði að skjóta á markið en Ólafur Örn Bjarnason náði að komast fyrir skotið.

Í síðari hálfleik var eins og hafi verið skipt út liðum þar sem að Blikar voru mikið með boltann í fyrri hálfleiknum en Grindvíkingar mun meira með hann í þeim seinni.

Heimamenn náðu að jafna á 58 mínútu eftir laglega sendingu frá Alexander Björgvinssyni sem að rataði beint á Scott Ramsay og skoraði hann úr viðstöðulausu skoti sem að Ingvar Kale kom engum vörnum við.

Haukur Ingi Guðnason var allt annað en sáttur þegar hann var togaður niður af Kára Ársæls inní teig, Haukur var búinn að snúa Kára af sér en Kári togaði hann niður en ekkert var dæmt og Haukur skaut boltanum framhjá.

Breiðablik fengu tvo síðustu færi leiksins. Og því fyrra var það Dylan Macallister sem átti hörkuskalla sem að Óskar Pétursson varði glæsilega. Rafn Andri Haraldsson átti ákjósanlegt færi til þess að stela sigrinum þegar hann fékk boltann inní teig og skaut á markið en Óskar Pétursson varði aftur alveg frábærlega í marki Grindavíkur.

Liðin fengu ekki fleiri færi og var jafntefli staðreynd þegar að Kristinn Jakobsson flautaði leikinn af.

Heimamenn urðu mun ákveðnari í sínum sóknar aðgerðum í seinni hálfleik þar sem að Haukur Ingi Guðnason kom í stað Magnúsar Björgvinssonar. Og var meira spil upp báða kantana og voru þeir að komast í mun betri færi.

Blikar hinsvegar beittu skyndisóknum sem að skilaði færum en náðu ekki að setja boltann í markið.




90mín Leik lokið hér í Grindavík þar sem að lið skildu jöfn 1-1 takk fyrir lesninguna og umfjöllun og viðtöl koma síðar í kvöld.

90mín Skipting hjá Blikum Rafn Andri Haraldsson fer út og Árni Vilhjálmsson kemur inn.

90mín Rafn Andri Haraldsson aftur í flottu færi en Óskar Pétursson varði glæsilega frá Rafni.

83mín Dylan Macallister með frábæran skalla en Óskar Pétursson þurfti að hafi sig allan við til að verja. Síðasta skipting heimamanna Alexander Magnússon fer út og Bogi Rafn Einarsson kemur inn.

80mín Alexander Magnússon var að fá gult spjald.

79mín Dylan Macallister skallaði rétt framhjá eftir sendingu frá Rafni Andra Haraldssyni.

76mín Skipting hjá Grindavík Orri Freyr Hjaltalín fer út og Ray Anthony Jónsson kemur inn.

73mín Arnór Sveinn Aðalsteinsson var að fá gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu.

70mín Það eru 1023 áhorfendur á vellinum hér í Grindavík.

65mín Haukur Ingi Guðnason kominn í gott færi, snéri af sér Kára Ársælsson en það virtist sem að Kári hafi togað Hauk Inga niður en ekkert var dæmt og Haukur skaut boltanum framhjá. Derek Young var að fá gult spjald.

64mín Bæði lið eru virkilega spræk en það vantar svona herslumuninn hjá báðum liðum.

59mín Rafn Andri Haraldsson var í dauðafæri en skaut boltanum hátt yfir.

58mín MARKKKK!!!! Scott Ramsay var að jafna leikinn eftir að frábæra sendingu frá Alexander Magnússyni.

57mín Finnur Orri Margeirsson var að fá gult spjald fyrir peysutog.

53mín Dylan Macallister var með skalla en boltinn fór vel framhjá.

49mín Heimamenn eru sprækir núna og sýnist mér að Haukur Ingi Guðnason sé að gefa þeim vítamíns sprautu með sinni reynslu og getu.

48mín Scott Ramsay með skot að marki eftir sendingu frá Hauk Inga en Ingvar Kale ver og grípur boltann.

46mín Leikurinn er hafinn og eru heimamenn búnir að gera skiptingu og er Magnús Björgvinsson farinn út og í hans stað kemur Haukur Ingi Guðnason inn.

45mín Það er komið hálfleikur hér í Grindavík þar sem að Breiðablik eru búnir að skora eitt mark og heimamenn með ekki neitt. Grindavík eru að spila boltanum vel á milli sín en eru ekki að ná að skapa sér mörg færi. Blikar voru farnir að pressa mun meira þegar að leið á leikinn og voru nálægt því að bæta við öðru marki áður en það var flautað til hálfleiks.

44mín Blikar nálægt því að bæta við öðru marki, Arnór Sveinn Aðalsteinsson átti sendingu inní teig og var Dylan Macallister nálægt því að pota boltanum inn en Ólafur Örn Bjarnason náði að komast fyrir skotið.

43mín Kristinn Jónsson átti fínt skot með hægri fæti en Óskar varði.

34mín Það er skipting hjá Blikum útaf fer Tómas Óli Garðarsson og inn kemur Rafn Andri Haraldsson.

28mín Breiðablik eru að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað og var Kristinn Jónsson búinn að stilla sér á boltann en það var Kristinn Steindórsson sem að tók spyrna sem að hafnaði í vinstri stöngina og út. Óskar Pétursson stóð grafkjurr þar sem að hann hefur haldið að Kristinn Jónsson myndi spyrna boltanum.

22mín Alexander Magnússon var með fína sendingu eftir að hafa tekið 2 leikmenn á og sendi svo á Derek Young sem að átti fínt skot að marki en boltinn fór rétt framhjá. Heimamenn eru miklu meira að spila sín á milli en Breiðablik eru ekki að ná að halda honum eins vel á milli sín.

17mín Heimamenn voru mun líklegri á að skora en Breiðablik fengu þessa ódýrt því ekki var vitað á hvað Kristinn Jakobsson var að dæma og var þetta vafasamur dómur.

11mín MARKKKKK!!!!! Breiðablik var að skora og var það þrumufleygur beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi hægra megin á vellinum sem að Kristinn Jónsson smellti inní vínkilinn vinstra meginn og átti Óskar Pétursson enga möguleika í.

5mín Liðin eru bæði að þreifa fyrir sér og eru að reyna að spila boltanum á milli sín bæði lið eru búinn að fá sinhvora hornspyrnuna og voru heimamenn nálægt því að skapa sér færi en Breiðablik náðu að hreinsa, annað að segja með hornspyrnuna hjá gestunum hún var langt yfir teiginn og engann veginn nógu góð.

1mín Leikurinn er hafinn og eru það gestirnir sem að byrja með boltann.

19:10:Leikmenn eru að labba inná völlinn ásamt dómurum leiksins og styttist í að þetta fari að byrja.

19:00: Það verður að minnast á þessa blíðu sem er hér á landinu og ekki við öðru að búast að það verður skemmtilegur fótbolti leikinn hér í kvöld. Sól og blíða það er málið.

18:25:: Byrjunarliðin eru klár:

Grindavík:
Óskar Pétursson
Alexander Magnússon - Jamie McCunnie - Ólafur Örn Bjarnason - Matthías Örn Friðriksson
Derek Young - Jóhann Helgason
Orri Freyr Hjaltalín
Magnús Björgvinsson - Robbie Winters - Scott Ramsay

Varamenn: Ray Anthony Jónsson, Bogi Rafn Einarsson, Michal Pospisil, Páll Guðmundsson, Elías Fannar Stefnisson, Guðmundur Andri Bjarnason, Haukur Ingi Guðnason.

Breiðablik:
Ingvar Kale
Arnór Sveinn Aðalsteinsson - Kári Ársælsson - Þórður Steinarsson - Kristinn Jónsson
Finnur Orri Margeirsson - Jökull Ingason Elísabetarson
Guðmundur Kristjánsson
Tómas Óli Garðarsson - Dylan Macallister - Kristinn Steindórsson

Varamenn: Viktor Unnar Illugason, Rafn Andri Haraldsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Arnar Már Björgvinsson, Árni Vilhjálmsson, Sigmar Ingi Sigurðsson, Andri Rafn Yeoman.

18:20: Hér að neðan verður bein textalýsing frá viðureign Grindavíkur og Íslandsmeistara Breiðabliks í 14. umferð Pepsi-deildar karla.

18:20: Grindavík gerði 1-1 jafntefli við Val í síðustu umferð en á sama tíma tapaði Breiðablik fyrir FH á Kópavogsvelli.

18:20: Þegar liðin mættust síðast, 11. maí síðastliðinn, vann Breiðablik 2-1. Ian Jeffs hafði komið Grindavík yfir á 13. mínútu en mörk Kristins Steindórssonar og Arnórs Sveins Aðalsteinssonar á síðasta stundarfjórðungnum tryggðu Blikum sigur.

18:20: Það er einmuna veðurblíða í Grindavík í dag. 16 stiga hiti og smá vindur.

18:20: Kristinn Jakobsson dæmir leikinn í dag. Gylfi Már Sigurðsson og Áskell Þór Gíslason eru línuverðir og Kári Gunnlaugsson er eftirlitsmaður KSÍ.

18:20: Það verður að segja hlutina eins og þeir eru, Grindavík og Breiðablik eru bæði enn í baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Breiðablik er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig og Grindavík þremur stigum fyrir neðan og gæti jafnað þá að stigum takist þeim að vinna í dag. Fyrir neðan þau eru Víkingur með 8 stig og Fram með 6 stig á botninum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner
banner
banner
banner