Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. febrúar 2010 19:21
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Enn talar Benítez undir rós er hann gagnrýnir dómarann
Rafael Benítez á hliðarlínunni í dag.
Rafael Benítez á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool var greinilega ósáttur við hversu mikla hörku leikmenn Blackburn komust upp með í viðureign liðanna í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri Liverpool.

Pascal Chimbonda og Steven N'Zonzi leikmenn Blackburn mega teljast mjög heppnir að sleppa með gult spjald fyrir ljót brot sem líklega hefðu verðskuldað rautt spjald auk þess sem El Hadji Diouf var mjög tæpur.

Benítez vildi samt ekki tala beint út þegar hann var spurður út í þessi atvik en hann hefur verið þekktur fyrir að tala undir rós um slík mál og jafnvel gengið svo langt að taka upp gleraugun og þegja sem hann fékk reyndar sekt fyrir á síðasta ári.

,,Við urðum að vinna og við unnum," sagði Benítez við fjölmiðla eftir leikinn.

,,Við unnum og það er mikilvægast. Ég veit ekki en ég var virkilega hissa á að (leikmenn Blackburn) hafi bara fengið fimm áminningar."

Benítz hélt áfram og þegar hann var spurður hvort Alan Wiley hefði átt að taka harðar á gestunum svaraði hann. ,,Ég held að allir vita að lið hans (Sam Allardyce) spila frábæran fótbolta undir stjórn þessa stjóra."

,,Þegar maður spilar svona leiki verður maður að vinna og við gerum það. Ég veit ekki hvort hann (Allardyce) hafi haft samband við Keith Hackett (yfirmann dómaranna) en kannski ætti hann að vita það."

banner
banner
banner