Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fim 30. janúar 2014 12:53
Magnús Már Einarsson
KSÍ biður Þór og Dalvík/Reyni um upplýsingar
Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ.
Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar hafa neitað sögusögnum um að þeir hafi veðjað á leikinn gegn Dalvík/Reyni.
Þórsarar hafa neitað sögusögnum um að þeir hafi veðjað á leikinn gegn Dalvík/Reyni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KSÍ hefur sent Þór og Dalvík/Reyni bréf og óskað eftir hjálp frá félögunum við að rannsaka meint veðmál leikmanna í leik liðanna í Kjarnafæðismótinu fyrr í mánuðinum.

Akureyri Vikublað birti í gærkvöldi frétt þar sem leikmenn Þórs eru ásakaðir um hafa veðjað á úrslit leiksins sem endaði 7-0 fyrir Þór.

Þórsarar sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kemur fram að enginn leikmaður á leikskýrslu í leiknum hafi veðjað á leikinn. KSÍ tekur hins vegar ásökununum í Akureyri vikublaði alvarlega og ætlar að kanna málið.

,,Við erum búnir að setja okkur í samband við félögin og óska eftir upplýsingum frá þeim hvort þau hafi einhverja vitneskju um málið," sagði Þórir við Fótbolta.net í dag.

Kjarnafæðismótið er ekki mót innan KSÍ en að sögn Þóris mun sambandið hins vegar rannsaka málið þar sem um er að ræða leikmenn innan KSÍ.

,,Þetta eru ásakanir sem að fjölmiðll setur fram. Ég er ekki að ásaka einn né neinn í þessu. Eins og kemur fram í Vikublaðinu Akureyri þá er þetta orðrómur þar. Ef að það reynist rétt að þetta hafi verið með þessum hætti þá gæti þetta verið brot gegn ákvæðum í tveimur reglugerðum."

,,Ég er ekki að ásaka neinn í þessu en ef að þetta reynist satt þá dregur það undan heillindum í íslenskri knattspyrnu og það er ekki eitthvað sem við viljum sjá."


Akureyri vikublað segir að leikmenn hafi veðjað á leikinn á erlendum veðmálasíðum.

,,Okkur er ákveðinn vandi á höndum. Það kemur fram í fréttinni að þetta sér erlent getraunafyrirtæki. Starfsemi þeirra er bönnuð á Íslandi og ég held að það hafi ítrekað verið komið á framfæri athugasemdun vegna þess en lítið verið aðhafst í þeim málum. Það er í landslögum að starfsemi slíkra síða er bönnuð á Íslandi."

Þórir vill sjá almenna löggjöf um veðmálastarfsemi á Íslandi.

,,Það sem vantar er almenn löggjöf um þessa starfsemi, hvernig hægt er að ná utan um þetta. Það er löggjafinn sem verður að leggja fram löggjöf um það. Það er klárt að það vantar eitthvað inn í löggjöfina fyrir slíka starfsemi," sagði Þórir.

Sjá einnig:
Yfirlýsing leikmanna Þórs: Enginn okkar veðjaði á leikinn
Þjálfari Dalvíkur/Reynis neitar að hafa veðjað á tap síns liðs
Vísbendingar um að leikmenn Þórs hafi veðjað á eigin leik
Athugasemdir
banner
banner
banner