Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. nóvember 2015 11:18
Magnús Már Einarsson
Íslenski landsliðshópurinn - Fjórir nýliðar
LG
Borgun
Arnór Ingvi er nýliði í hópnum og Hörður Björgvin kemur inn.
Arnór Ingvi er nýliði í hópnum og Hörður Björgvin kemur inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Borgun
Oliver er nýliði.
Oliver er nýliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback, landsliðsþjálfarar Íslands, tilkynntu nú rétt í þessu hópinn fyrir komandi leiki gegn Póllandi og Slóvakíu. Leikurinn við Póllandi er eftir viku en leikurinn við Slóvakíu fer fram þriðjudagskvöldið 17. nóvember.

Fjórir nýliðar eru í hópnum en það eru Arnór Ingvi Traustason, Frederick Schram, Hjörtur Hermannsson, og Oliver Sigurjónsson. Þrír þeir síðastnefndu koma allir úr U21 árs landsliðinu.

Ingvar Jónsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon, Elías Már Ómarsson og Rúnar Már Sigurjónsson koma einnig inn í hópinn.

Hannes Þór Halldórsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Rúrik Gíslason eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Jóhann Berg gæti þó mögulega náð leiknum gegn Slóvakíu og þá verður hann kallaður inn í hópinn.

„Við höfum verið mjög fastheldnir á leikmannahópinn hingað til. Hópurinn hefur staðið sig vel og liðsandinn hefur verið góður," sagði Heimir.

„Við viljum nota þessa tvo leiki til að skoða leikmenn sem eru á jaðrinum að komast inn. Í staðinn höfum við ákveði að hvíla eldri leikmennina í landsliðinu. Við vitum nákvæmlega hvað þeir geta og þurfum ekki að skoða þá."

Á meðal leikmanna sem eru hvíldir eru Eiður Smári Guðjohnsen, Emil Hallfreðsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Hallgrímur Jónasson.

Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen eru báðir í fríi en þeir eru á leið í bikarúrslitaleik með Jiangsu Sainty í Kína. Þeir munu í staðinn spila vináttuleiki með landsliðinu í janúar en þá verða að öðru leyti einungis leikmenn frá félögum í Norðurlöndunum í hópnum.

Markverðir:
Ögmundur Kristinsson (Hammarby)
Ingvar Jónsson (Sandnes Ulf)
Frederick Schram (Vestsjælland)

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Kári Árnason (Malmö)
Ragnar Sigurðsson (Krasnodar)
Ari Freyr Skúlason (OB)
Haukur Heiðar Hauksson (AIK)
Hörður Björgvin Magnússon (Cesena)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg)
Sverrir Ingi Ingason (Lokeren)
Hjörtur Hermannsson (PSV Eindhoven)

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Birkir Bjarnason (Basel)
Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea)
Theodór Elmar Bjarnason (AGF)
Rúnar Már Sigurjónsson (GIF Sundsvall)
Elías Már Ómarsson (Valerenga)
Arnór Ingvi Traustason (IFK Norrköping)
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)

Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Alfreð Finnbogason (Olympiakos)
Jón Daði Böðvarsson (Viking)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner