Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. maí 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 1. sæti
Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrra.
Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net
Málfríður Erna Sigurðardótir.
Málfríður Erna Sigurðardótir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir Pepsi-deild kvenna. Fótbolti.net gerði spá fyrir sumarið en liðin verða kynnt eitt af öðru fram að fyrsta leik á miðvikudag.

Spáin:
1. Breiðablik
2. Valur
3. Stjarnan
4. ÍBV
5. Þór/KA
6. Selfoss
7. Fylkir
8. FH
9. KR
10. ÍA

1. Breiðablik
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í Pepsi-deild

Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrra í fyrsta skipti í tíu ár. Fótbolti.net spáir því að titillinn fari aftur í Kópavoginn í ár.

Þjálfarinn: Þorsteinn Halldórsson tók við þjálfun Breiðabliks haustið 2014. Þorsteinn er reyndur þjálfari sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Þrótti á árum áður en undanfarin ár hefur hann þjálfað yngri flokka KR.

Styrkleikar: Breiðablik fékk einungis fjögur mörk á sig í fyrrasumar og sami kjarninn er ennþá til staðar í vörninni. Blikar töpuðu ekki leik í fyrra og liðið náði að landa stóra titlinum á ný eftir tíu ára bið í Kópavogi. Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður deildarinnar í fyrra með yfir mark að meðaltali í leik og lykilatriði var fyrir Blika að halda henni áfram innan sinna raða.

Veikleikar: Blikar hafa haft mjög hægt um sig á leikmannamarkaðinum og ekkert styrkt liðið síðan í fyrra. Framherjinn Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði þrettán mörk í fyrra en hún sleit krossband í vetur. Aldís Kara Lúðvíksdóttir fór einnig í FH og ekki er búið að fá nýjan framherja í þeirra stað. Breiddin í hópnum er ákveðið spurningamerki en Blikar voru heppnir með meiðsli í fyrra og náðu að spila á fáum leikmönnum allt mótið.

Lykilmenn: Fanndís Friðriksdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir.

Gaman að fylgjast með: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skaust fram á sjónarsviðið í fyrra og spilaði vel á miðjunni. Hefur unnið sér inn sæti í landsliðinu með góðri frammistöðu.

Komnar:
Arna Dís Arnþórsdóttir úr láni frá KR
Esther Rós Arnarsdóttir úr láni frá ÍBV
Ragna Björg Einrsdóttir til baka úr barnsburðarleyfi
Selma Sól Magnúsdóttir úr láni frá Fylki
Telma Ívarsdóttir frá Fjarðabyggð

Farnar:
Aldís Kara Lúðvíksdóttir í FH
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir á lán til ÍA
Jóna Kristín Hauksdóttir hætt
Kristín Dís Árnadóttir á lán til Fylkis
Telma Hjaltalín Þrastardóttir meidd út tímabilið

Fyrstu leikir Breiðabliks:
Í dag Breiðablik - KR
18. maí FH - Breiðablik
24. maí Breiðablik - Þór/KA
Athugasemdir
banner
banner